Um okkur

Home / Um okkur

Hótel Grásteinn er staðsett miðsvæðis í Reykjanesbæ að Bolafæti 11. Frá hótelinu er 5 mín. akstur upp á flugvöll, 15 min í Bláa Lónð og 30 mín. tekur að keyra til Reykjavíkur. Í hótelinu eru 17 herbergi, þar sem 1-4 geta sofið. Í 15 herbergjum eru 2 eins manns rúm og svefnsófi eða 1 hjónarúm og svefnsófi. 1 herbergi með hjónarúmi og 1 herbergi sem er sér hannað með aðgengi fyrir hjólastóla, þar er 1 hjónarúm og 1 einbreitt rafmagnsrúm. Í öllum herbergjum eru flatskjáir með satellite tv. og frítt þráðlaust internet einnig eru hárþurrkur í öllum herbergjum. Öll herbergin hafa sér baðherbergi.

Frá hótelinu eru ca 300 metrar á næstu stræto stoppustöð, það er frítt í strætó innanbæjar í Reykjanesbæ. Strætó leiðin liggur í gegnum stóran hluta bæjarins og stoppar nálægt öllum helstu söfnum og athyglisverðum stöðum í bænum. Það eru ca. 300 metrar í næstu matvöruverslun, bakarí og skyndibitastað.